Óska eftir reikningi
Fáðu afrit af reikningi
Ef liðnar eru 24 klst eða lengur (og minna en sex mánuðir) frá því að leigunni þinni lauk, getur þú óskað eftir því að fá afrit af reikningi með því að nota leitaraðgerðirnar hér fyrir neðan.Þú byrjar hér neðar. Vinsamlegast passaðu upp á að þú hafir upplýsingar um bókunarnúmerið, leigusamningsnúmerið eða viðskiptamannaupplýsingar við hendina.
Leit eftir leigusamningsnúmeri:
Þú finnur leigusamningsnúmerið efst á leigusamningnum sem þú fékkst á leigustöðinni við afhendingu bíls.
- Ef leigan þín var í Evrópu eða Afríku, þá þarftu að bæta við stafnum E á undan leigusamningsnúmerinu (dæmi: E397854159).
- Ef leigan þín var í Bandaríkjunum eða Kanada, þá þarftu að bæta við stafnum U á undan leigusamningsnúmerinu (dæmi: U975214597).
- Ef leigan þín var í Ástralíu eða Nýja Sjálandi, þá þarftu að bæta við stafnum P á undan leigusamningsnúmerinu (dæmi: P369754125).
Leit eftir viðskiptamannanúmeri (svokölluðu Wizard-númeri):
Þú finnur viðskiptamannanúmerið þitt (Wizard) framan á Avis Preferred-kortinu þínu.
Leit eftir bókunarnúmeri:
Þú finnur bókunarnúmerið þitt efst á staðfestingapóstinum sem þú fékkst í tölvupósti þegar þú bókaðir bílinn, dæmi: 1235678FR1.
Að skilja hvað stendur á reikningnum þínum
Á framhlið reikningsins eru upplýsingar um helstu gjaldaliðina. Á bakhliðinni finnur þú ítarlegri sundurliðum á hverjum gjaldalið fyrir sig, þ.m.t. þá skatta sem innifaldir eru.Ef þú óskar eftir ítarlegri upplýsingum en þeim sem fram koma á reikningnum, getur þú haft samband við okkur í síma 591 4040 eða avis@avis.is og við aðstoðum þig.
Ítarlegri upplýsingar fyrir reikningaleit
- Reikninga er aðeins hægt að sækja á netinu ef liðnar eru 24 klst eða lengur (og minna en sex mánuðir) frá því að leigunni lauk.
- Ef þú þarft eldri reikninga, vinsamlegast hafðu samband við okkur í síma 591 4000 eða avis@avis.is.
- Eftirnafnið sem þú slóst í leitarboxið þarf að vera nákvæmlega eins og kemur fram á leigusamningi, bókunarsamningi eða í viðskiptamannaupplýsingum (Wizard).
- Ef búið er að breyta reikningnum þínum oftar en einu sinni, munt þú einungis geta séð nýjustu útgáfuna.
- Leit með viðskiptamannanúmeri mun skila niðurstöðum með öllum reikningum síðustu sex mánaða. Ef þú leitar samkvæmt leigusamningi eða bókunarnúmeri skilar leitin þér aðeins einum reikningi fyrir tiltekna leigu.
- Ef þér tekst ekki að sækja afrit af reikningi, prófaðu þá að nota önnur leitarskilyrði. Ef það dugar ekki til og enginn reikningur birtist, þá bendum við þér góðfúslega á að hafa samband í síma 591 4000 eða avis@avis.is.